Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 27. ágúst 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Viðræður Liverpool og Juventus ganga vel
Federico Chiesa
Federico Chiesa
Mynd: Getty Images
Liverpool er í viðræðum við Juventus um kaup á ítalska landsliðsmanninum Federico Chiesa en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Juventus tók ákvörðun um að losa sig við Chiesa í sumar en hann vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út á næsta ári.

Chiesa er 26 ára gamall vængmaður sem spilaði 33 deildarleiki með Juventus á síðustu leiktíð ásamt því að skora 9 mörk.

Liverpool hafði samband við Juventus vegna Chiesa í gær og er nú í beinum viðræðum við félagið um kaup á leikmanninum. Juventus er reiðubúið að selja hann fyrir tæpar 13 milljónir punda.

Enska félagið er einnig í viðræðum við Chiesa um kaup og kjör, en Ítalinn er sagður verulega áhugasamur um að ganga í raðir Liverpool.

Samkvæmt ensku miðlunum er Liverpool að skoða það að styrkja fleiri stöður fyrir gluggalok.

Chiesa hefur spilað 51 A-landsleik fyrir Ítalíu og skorað 7 mörk.
Athugasemdir
banner
banner