Víðir og KFG mætast í úrslitum Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli á föstudagskvöld, 29. september klukkan 19:15. Miðasala á leikinn er hafin og hægt er að tryggja sér miða á tix.is.
Tryggðu þér miða hérna
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 17 ára og eldri.
Tryggðu þér miða hérna
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 17 ára og eldri.
Leið Víðis í úrslitaleikinn
Víðismenn enduðu í 4. sæti 3. deildarinnar í sumar. Þeir sátu hjá í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins en komu inn í 16-liða úrslitum þar sem þeir rúlluðu 5-1 yfir Hvíta Riddarann.
Í 8-liða úrslitum vann Víðir 2-0 sigur gegn Völsungi og svo 2-1 sigur gegn KFK í undanúrslitum á laugardaginn.
Leið KFG í undanúrslitum
Knattspyrnufélag Garðabæjar endaði í 8. sæti 2. deildarinnar í sumar. Liðið rúllaði yfir Sindra 5-1 í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins og vann svo 2-0 útisigur gegn grönnum sínum í Augnabliki í 16-liða úrslitum.
KFG mætti svo ÍH í Hafnarfirði í 8-liða úrslitum, sá leikur endaði 2-2 og fór alla leið í vítakeppni þar sem KFG vann 3-2 sigur. Liðið fór austur í undanúrslitum og vann gríðarlega öflugan 1-0 útisigur.
Athugasemdir