
Gary Neville og Roy Keane verða aðal sérfræðingar bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV í umfjöllun um HM í Katar. Þetta var opinberað í dag en ITV leitar til helstu sparkspekinga Sky Sports.
Ian Wright, Karen Carney, Graeme Souness, Joe Cole, Eni Aluko, Nigel de Jong, Nadia Nadim og Hal Robson-Kanu eru einnig í sérfæðingateyminu.
Peter Walton verður sérfræðingur stöðvarinnar í dómgæslu og þeir Lee Dixon, Ally McCoist, John Hartson og Andros Townsend verða aðstoðarlýsendur.
ITV og BBC skipta með sér útsendingaréttinum á Bretlandseyjum en þess má geta að hér á Íslandi verður keppnin öll sýnd á RÚV.
Athugasemdir