Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 27. október 2023 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg Ryder tekur við KR
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn Gregg Ryder er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að taka við KR.

Þetta verður tilkynnt opinberlega núna um helgina.

KR hefur rætt við marga þjálfara á undanförnum dögum og vikum. Eins og alþjóð veit þá var Óskar Hrafn Þorvaldsson efstur á blaðinu fræga hjá KR og virtist mikil bjartsýni ríkja um að hann myndi skrifa undir. Málin þróuðust þó öðruvísi og Óskar fékk samning hjá Haugesund og hélt til Noregs.

Það vantar ekki KR-inga sem eru í þjálfun og félagið virðist hafa horft til Halldórs Árnasonar og Jökuls Elísabetarsonar sem varakosti ef Óskar myndi halda út. Halldór fékk hinsvegar Breiðabliksstarfið eftir að Óskar fór og Jökull vill ekki yfirgefa það spennandi starf sem er í gangi í Garðabænum, þar sem hann hefur fengið öll lyklavöld Stjörnunnar.

Fjölmargir aðrir hafa verið orðaðir við starfið eins og þjálfarar yngri landsliða Íslands, Þeir Davíð Snorri Jónasson og Ólafur Ingi Skúlason.

En núna er verið að ganga frá ráðningu á Gregg Ryder. Hann starfaði áður sem aðstoðarþjálfari ÍBV og sem aðalþjálfari Þróttar og Þórs á Akureyri með misjöfnum árangri. Hann hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarþjálfari HB Köge í Danmörku. Hann tekur við starfinu af KR-goðsögninni Rúnari Kristinssyni.
Athugasemdir
banner
banner