Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 09:43
Elvar Geir Magnússon
Zlatan á 22,5% í Hammarby
Ekki er ljóst hvert næsta skref Zlatan á leikmannaferlinum verður.
Ekki er ljóst hvert næsta skref Zlatan á leikmannaferlinum verður.
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er orðinn meðeigandi í sænska félaginu Hammarby.

Enn er þó óvíst hvar Zlatan mun næst spila en hann er á frjálsri sölu eftir að hafa skorað 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni.

Hann er í leit að næsta félagi á ferlinum.

Eftir að Zlatan setti mynd af treyju Hammarby með nafninu sínu aftan á þá fóru af stað sögusagnir að hann væri að fara að spila með liðinu.

„Ég hef sagt það í tíu ár að ég mun ekki spila aftur í sænsku deildinni," segir Zlatan.

En Zlatan hefur keypt 22,5% hlut í Hammarby en liðið hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á þessu ári.

„Hammarby er frábært félag með ástríðufulla stuðningsmenn. Ég er hrifinn af því sem félagið hefur gert síðustu ár, innan sem utan vallar," segir Zlatan.

Hann segist ætla að markaðssetja Hammarby erlendis og segir að félagið geti náð gríðarlega langt.

Aron Jóhannsson er meðal leikmanna Hammarby.
Athugasemdir
banner
banner