Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 27. nóvember 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmaður Preston í þriggja leikja bann fyrir að grípa í pung
Darnell Fisher, 26 ára hægri bakvörður Preston North End í Championship deildinni, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að grípa í pung Callum Paterson, sóknarmanns Sheffield Wednesday, síðasta laugardag.

Atvikið átti sér stað á 62. mínútu leiksins en dómarateymið tók ekki eftir því. Aganefnd ensku neðrideildanna skoðaði atvikið að leikslokum og hefur ákveðið að refsa Fisher fyrir þessa hegðun.

Preston vann leikinn 1-0 gegn tíu leikmönnum Sheffield eftir að Josh Windass var rekinn útaf með beint rautt spjald á 17. mínútu.

Þetta var fyrsti leikur Tony Pulis við stjórnvölinn hjá Sheffield en lærisveinar hans gerðu svo jafntefli við Swansea í miðri viku.

Það eru ekki allir sáttir með að Fisher hafi fengið þriggja leikja bann. Til samanburðar fá leikmenn í rúgbí mun lengri bönn fyrir að grípa í viðkvæma svæðið.

Sjá einnig:
Greip um kynfæri Paterson - Enska sambandið skoðar málið
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 25 15 7 3 55 26 +29 52
2 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
3 Middlesbrough 25 12 7 6 33 26 +7 43
4 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
5 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
6 Preston NE 25 10 10 5 34 25 +9 40
7 Millwall 25 11 7 7 27 32 -5 40
8 Bristol City 25 11 6 8 38 27 +11 39
9 Stoke City 25 11 4 10 30 23 +7 37
10 Wrexham 25 9 10 6 36 31 +5 37
11 Derby County 25 9 8 8 34 33 +1 35
12 QPR 25 10 5 10 35 39 -4 35
13 Leicester 25 9 7 9 34 36 -2 34
14 Southampton 25 8 9 8 38 34 +4 33
15 Sheffield Utd 25 10 2 13 35 37 -2 32
16 Swansea 25 9 5 11 26 31 -5 32
17 Birmingham 25 8 7 10 32 34 -2 31
18 West Brom 25 9 4 12 28 33 -5 31
19 Charlton Athletic 24 7 7 10 23 30 -7 28
20 Blackburn 24 7 6 11 22 28 -6 27
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 25 6 6 13 28 37 -9 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 24 1 8 15 18 48 -30 -7
Athugasemdir
banner