Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   fös 27. nóvember 2020 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Wolfsburg lagði Bremen í átta marka leik
Wolfsburg 5 - 3 Werder Bremen
0-1 Leonardo Bittencourt ('13)
1-1 Bote Baku ('22)
2-1 John Brooks ('25)
2-2 Kevin Mohwald ('36)
3-2 Wout Weghorst ('37)
3-3 John Brooks ('47, sjálfsmark)
4-3 Wout Weghorst ('76)
5-3 Bartosz Bialek ('95)
Rautt spjald: Kevin Mohwald, Bremen ('80)

Wolfsburg og Werder Bremen áttust við í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Leikurinn fór afar fjörlega af stað og tók Leonardo Bittencourt forystuna fyrir gestina frá Bremen eftir tæpan stundarfjórðung.

Bote Baku og John Brooks voru þó snöggir að svara fyrir heimamenn og staðan orðin 2-1 eftir tæpan hálftíma.

Kevin Mohwald jafnaði fyrir Bremen en Wout Weghorst kom Wolfsburg aftur yfir mínútu síðar og var staðan 3-2 í leikhlé.

Wolfsburg var betra liðið á vellinum en aftur tókst gestunum að jafna þegar Brooks skoraði sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks.

Hart var barist næsta hálftímann en að lokum var það Weghorst sem kom knettinum í netið. Skömmu síðar fékk Mohwald sitt annað gula spjald og tíu leikmenn Bremen sáu varla til sólar út leikinn.

Bartosz Bialek gerði endanlega út um viðureignina í uppbótartíma og lokatölur 5-3 fyrir Wolfsburg sem er komið með 17 stig eftir 9 umferðir. Bremen er með 11 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner
banner