Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 27. nóvember 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Segir Kobbie Mainoo hafa verið besta leikmann Man Utd
Gary Neville hrósar hinum átján ára gamla Kobbie Mainoo í hástert eftir frammistöðu hans í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni. Mainoo byrjaði á miðsvæði Manchester United í 3-0 sigrinum gegn Everton.

Mainoo lék sinn fysta aðalliðsleik í janúar en meiðsli á undirbúningstímabilinu hægðu aðeins á þróun hans.

„Það er átján ára strákur sem virkaði yfirvegaðri en allir aðrir á vellinum. Mér fannst hann áberandi besti leikmaður Manchester United. Algjörlega frábær fyrsti byrjunarliðsleikur,“ segir Neville.

Mainoo var sá leikmaður sem bar boltann mest uppi og kom honum sex sinnum á síðasta þriðjung. Hann lék fyrstu 72 mínútur leiksins áður en Sofyan Amrabat kom inn af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner