Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mið 27. nóvember 2024 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er mjög auðvelt því Blikar eru að rústa honum"
Óli Valur Ómarsson og Valgeir Valgeirsson.
Óli Valur Ómarsson og Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Breiðablik
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var farið vel yfir íslenska félagaskiptamarkaðinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag en það er mikið búið að vera í gangi síðustu daga.

Menn virðast vera komnir heim úr fríinu frá Tenerife en það eru stórir hlutir að gerast.

Í útvarpsþættinum var spurt hvaða félag væri að vinna félagaskiptamarkaðinn þessa stundina og er það frekar einfalt að svara því.

„Þetta er mjög auðvelt því Blikar eru að rústa honum með því að fá inn þrjá unga leikmenn sem hafa gæði til að spila í byrjunarliðinu, gæði til að vera seldir aftur og gæði til að hjálpa þeim að verja titilinn," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fengið inn Ágúst Orra Þorsteinsson, Óla Val Ómarsson og Valgeir Valgeirsson en þeir komu allir í síðustu viku. Ísak Snær Þorvaldsson er farinn og er það mikill missir en þessir þrír öflugu leikmenn munu styrkja liðið mikið.

„Þetta er gamla góða goggunarröðunin. Ég talaði við forráðamann eins fótboltaliðs í deildinni og hann sagðist hlakka til þegar Breiðablik og Víkingur væru búin að ljúka sér af. Þá gætu hin liðin farið að vinna," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

Tómas telur að tapliðið hingað til sé Vestri sem hefur misst mikinn fjölda leikmanna og ekki fengið neinn inn.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Athugasemdir
banner
banner