Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 26. nóvember 2024 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Breiðablik
Valgeir á æfingu með U21 landsliðinu.
Valgeir á æfingu með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með HK sumarið 2022.
Í leik með HK sumarið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega spenntur fyrir næsta tímabili og ég hef mikla trú á því að við séum að fara að gera stóra hluti saman," segir Valgeir Valgeirsson, nýr leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net.

Valgeir, sem er 22 ára, valdi að lokum á milli Breiðabliks og Víkings, en hann valdi að fara í græna hluta Kópavogs. Valgeir er uppalinn HK-ingur og hefur þessi ákvörðun hans ekki fallið vel í kramið í Kórahverfinu.

„Á endanum taldi ég það best að fara í Breiðablik, besta tækifærið fyrir mig á þessum tímapunkti á ferlinum," segir Valgeir.

Af hverju telurðu Breiðablik vera besta möguleikann fyrir þig?

„Fyrst og fremst eru þeir Íslandsmeistarar. Það er ástæða fyrir því að þeir urðu meistarar, þeir eru besta liðið. Þeir eru að fara í forkeppni fyrir Meistaradeildina. Ég vil komast lengra á ferlinum og ég vil komast aftur út. Fyrir mig var Breiðablik liðið til að ná því besta fram úr mér sem leikmanni," segir Valgeir.

Vonar að þau geti skilið þessa ákvörðun
Hann taldi Breiðablik besta möguleikann fyrir sig en þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem hann er uppalinn í HK og kemur úr grjótharðri HK-fjölskyldu.

„Þegar maður var lítill var maður ekki að búast við að þetta myndi gerast einhvern tímann í framtíðinni. Á þessum tímapunkti þarf ég að hugsa hvað er best fyrir mig og ferilinn minn. Þetta er vinnan mín. Ég taldi þetta bestu ákvörðunina fyrir mig upp á ferilinn minn að gera. Ég vil komast aftur út og ég tel þetta besta skrefið svo ég komist aftur út," segir Valgeir.

Hefurðu fundið fyrir miklum hita úr efri byggðum Kópavogs?

„Já, maður hefur heyrt sögur úr Kórnum og hvað menn eru að segja um mann. Það er leiðinlegt og ekki gaman að heyra af þessu. Ég get ekki hugsað um aðra. Ég verð að hugsa hvað er best fyrir mig. Ég vona að fólk geti horft á heildarmyndina þegar horft er í þessa ákvörðun; þau geti skilið þessa ákvörðun hjá mér og stutt á bak við mig sem fótboltamann."

Það gerir mann spenntan
Það mun örugglega taka smá tíma fyrir Valgeir að venjast grænu en hann ætlar sér stóra hluti með Blikum. Félagið fékk tvo aðra leikmenn í síðustu viku, Ágúst Orra Þorsteinsson og Óla Val Ómarsson.

„Það gerir mann spenntan. Þetta eru flottir ungir leikmenn. Við þrír erum ekkert að koma þarna til að hanga. Við ætlum að taka titilinn aftur, bikarinn og ná langt í Evrópukeppninni. Blikar ætla lengra en á síðasta tímabili," segir Valgeir.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner