Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
banner
   mið 27. nóvember 2024 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Bragi Karl skrifaði undir samning hjá FH á dögunum.
Bragi Karl skrifaði undir samning hjá FH á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fagnar marki síðasta sumar.
FH fagnar marki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi hefur raðað inn mörkum fyrir ÍR en mætir nú í Kaplakrika.
Bragi hefur raðað inn mörkum fyrir ÍR en mætir nú í Kaplakrika.
Mynd: FH
„Mér fannst þetta rétta skrefið fyrir mig núna. Ég held að þetta sé staður þar sem ég mun ná að bæta mig sem leikmann og haldi áfram að þróa minn feril," segir Bragi Karl Bjarkason, nýr leikmaður FH, í viðtali við Fótbolta.net.

Bragi skrifaði undir samning við FH um síðustu helgi en hann kemur til félagsins frá ÍR.

Bragi Karl hefur raðað inn mörkum síðustu tvö tímabil, var markakóngur í 2. deild sumarið 2023 með 21 mark í 22 leikjum og skoraði ellefu mörk í 22 leikum í Lengjudeildinni í sumar.

„Þeir heyrðu í mér og svo tekur þetta einhverja viku rúma. Mér leist vel á þetta allan tímann. FH er með hörkuaðstöðu og góðan leikmannahóp, skemmtilegan hóp. Það er gott að koma inn í hóp þar sem stemningin er góð. Mér fannst hugmyndafræðin jákvæð og hvernig þeir sæu hlutina fyrir framtíðina. Það er margt sem seldi mér að fara í FH."

Hann er spenntur fyrir því að vinna með Heimi Guðjónssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni, þjálfurum FH. Sá síðarnefndi var öflugur sóknarmaður á sínum ferli.

„Heimir er búinn að gera margt í íslenskum fótbolta og ég er spenntur að vinna með honum, og Kjartani líka. Maður hefur skorað nokkur mörk síðustu tímabil og vonandi nær Kjartan að hjálpa mér að skora fleiri," sagði Bragi.

Mikill áhugi
Bragi er 22 ára hávaxinn kantmaður, örvfættur, og hefur verið orðaður við fleiri félög að undanförnu. Valur, Vestri, ÍBV og Keflavík höfðu einnig horft til leikmannsins.

Samningur Braga við ÍR rennur út í lok árs og FH fær hann því á frjálsri sölu.

„Maður fann fyrir áhuga og það voru nokkur félög sem heyrðu í mér. Ég upplifði það að mig langaði að reyna fyrir mér í efstu deild. Eftir að þetta var komið af stað þá langaði mig að taka skrefið og kýla á þetta," segir Bragi.

Það var skemmtilegt að finna fyrir eins miklum áhuga og raun bar vitni.

„Það er hrós fyrir hvað maður hefur verið að gera. Þá veit ég er að gera eitthvað rétt. Ég var kominn með nokkur tilboð á borðið og í einhverjum viðræðum en eftir að ég fundaði með FH þá fannst mér það langmest spennandi."

Ekki bara fótboltafélag
Bragi hefur trú á eigin getu og vonast til að sýna góða hluti í Bestu deildinni. Hann segir það auðvitað erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið sitt en hann mun áfram fylgjast vel með því sem gerist í Breiðholtinu.

„Maður hefur verið þarna síðan maður var krakki, bara sex ára. Stuðningshópurinn er mjög sterkur. Þetta er ekki bara fótboltafélag, þetta er klúbbur þar sem allir eru mjög nánir. Þetta var erfitt en mér fannst þetta tíminn til að taka skrefið. Ég mun sennilega spila aftur fyrir ÍR," sagði Bragi.

Það má gera ráð fyrir því að FH muni eiga nokkra stuðningsmenn úr Breiðholtinu næsta sumar.

„Ég ætla að vona það. Sölvi Haralds mun örugglega halda með FH, maður var búinn að heyra það," sagði Bragi léttur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner