Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 27. nóvember 2024 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Bragi Karl skrifaði undir samning hjá FH á dögunum.
Bragi Karl skrifaði undir samning hjá FH á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fagnar marki síðasta sumar.
FH fagnar marki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi hefur raðað inn mörkum fyrir ÍR en mætir nú í Kaplakrika.
Bragi hefur raðað inn mörkum fyrir ÍR en mætir nú í Kaplakrika.
Mynd: FH
„Mér fannst þetta rétta skrefið fyrir mig núna. Ég held að þetta sé staður þar sem ég mun ná að bæta mig sem leikmann og haldi áfram að þróa minn feril," segir Bragi Karl Bjarkason, nýr leikmaður FH, í viðtali við Fótbolta.net.

Bragi skrifaði undir samning við FH um síðustu helgi en hann kemur til félagsins frá ÍR.

Bragi Karl hefur raðað inn mörkum síðustu tvö tímabil, var markakóngur í 2. deild sumarið 2023 með 21 mark í 22 leikjum og skoraði ellefu mörk í 22 leikum í Lengjudeildinni í sumar.

„Þeir heyrðu í mér og svo tekur þetta einhverja viku rúma. Mér leist vel á þetta allan tímann. FH er með hörkuaðstöðu og góðan leikmannahóp, skemmtilegan hóp. Það er gott að koma inn í hóp þar sem stemningin er góð. Mér fannst hugmyndafræðin jákvæð og hvernig þeir sæu hlutina fyrir framtíðina. Það er margt sem seldi mér að fara í FH."

Hann er spenntur fyrir því að vinna með Heimi Guðjónssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni, þjálfurum FH. Sá síðarnefndi var öflugur sóknarmaður á sínum ferli.

„Heimir er búinn að gera margt í íslenskum fótbolta og ég er spenntur að vinna með honum, og Kjartani líka. Maður hefur skorað nokkur mörk síðustu tímabil og vonandi nær Kjartan að hjálpa mér að skora fleiri," sagði Bragi.

Mikill áhugi
Bragi er 22 ára hávaxinn kantmaður, örvfættur, og hefur verið orðaður við fleiri félög að undanförnu. Valur, Vestri, ÍBV og Keflavík höfðu einnig horft til leikmannsins.

Samningur Braga við ÍR rennur út í lok árs og FH fær hann því á frjálsri sölu.

„Maður fann fyrir áhuga og það voru nokkur félög sem heyrðu í mér. Ég upplifði það að mig langaði að reyna fyrir mér í efstu deild. Eftir að þetta var komið af stað þá langaði mig að taka skrefið og kýla á þetta," segir Bragi.

Það var skemmtilegt að finna fyrir eins miklum áhuga og raun bar vitni.

„Það er hrós fyrir hvað maður hefur verið að gera. Þá veit ég er að gera eitthvað rétt. Ég var kominn með nokkur tilboð á borðið og í einhverjum viðræðum en eftir að ég fundaði með FH þá fannst mér það langmest spennandi."

Ekki bara fótboltafélag
Bragi hefur trú á eigin getu og vonast til að sýna góða hluti í Bestu deildinni. Hann segir það auðvitað erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið sitt en hann mun áfram fylgjast vel með því sem gerist í Breiðholtinu.

„Maður hefur verið þarna síðan maður var krakki, bara sex ára. Stuðningshópurinn er mjög sterkur. Þetta er ekki bara fótboltafélag, þetta er klúbbur þar sem allir eru mjög nánir. Þetta var erfitt en mér fannst þetta tíminn til að taka skrefið. Ég mun sennilega spila aftur fyrir ÍR," sagði Bragi.

Það má gera ráð fyrir því að FH muni eiga nokkra stuðningsmenn úr Breiðholtinu næsta sumar.

„Ég ætla að vona það. Sölvi Haralds mun örugglega halda með FH, maður var búinn að heyra það," sagði Bragi léttur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner