Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 27. nóvember 2024 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Bragi Karl skrifaði undir samning hjá FH á dögunum.
Bragi Karl skrifaði undir samning hjá FH á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fagnar marki síðasta sumar.
FH fagnar marki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi hefur raðað inn mörkum fyrir ÍR en mætir nú í Kaplakrika.
Bragi hefur raðað inn mörkum fyrir ÍR en mætir nú í Kaplakrika.
Mynd: FH
„Mér fannst þetta rétta skrefið fyrir mig núna. Ég held að þetta sé staður þar sem ég mun ná að bæta mig sem leikmann og haldi áfram að þróa minn feril," segir Bragi Karl Bjarkason, nýr leikmaður FH, í viðtali við Fótbolta.net.

Bragi skrifaði undir samning við FH um síðustu helgi en hann kemur til félagsins frá ÍR.

Bragi Karl hefur raðað inn mörkum síðustu tvö tímabil, var markakóngur í 2. deild sumarið 2023 með 21 mark í 22 leikjum og skoraði ellefu mörk í 22 leikum í Lengjudeildinni í sumar.

„Þeir heyrðu í mér og svo tekur þetta einhverja viku rúma. Mér leist vel á þetta allan tímann. FH er með hörkuaðstöðu og góðan leikmannahóp, skemmtilegan hóp. Það er gott að koma inn í hóp þar sem stemningin er góð. Mér fannst hugmyndafræðin jákvæð og hvernig þeir sæu hlutina fyrir framtíðina. Það er margt sem seldi mér að fara í FH."

Hann er spenntur fyrir því að vinna með Heimi Guðjónssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni, þjálfurum FH. Sá síðarnefndi var öflugur sóknarmaður á sínum ferli.

„Heimir er búinn að gera margt í íslenskum fótbolta og ég er spenntur að vinna með honum, og Kjartani líka. Maður hefur skorað nokkur mörk síðustu tímabil og vonandi nær Kjartan að hjálpa mér að skora fleiri," sagði Bragi.

Mikill áhugi
Bragi er 22 ára hávaxinn kantmaður, örvfættur, og hefur verið orðaður við fleiri félög að undanförnu. Valur, Vestri, ÍBV og Keflavík höfðu einnig horft til leikmannsins.

Samningur Braga við ÍR rennur út í lok árs og FH fær hann því á frjálsri sölu.

„Maður fann fyrir áhuga og það voru nokkur félög sem heyrðu í mér. Ég upplifði það að mig langaði að reyna fyrir mér í efstu deild. Eftir að þetta var komið af stað þá langaði mig að taka skrefið og kýla á þetta," segir Bragi.

Það var skemmtilegt að finna fyrir eins miklum áhuga og raun bar vitni.

„Það er hrós fyrir hvað maður hefur verið að gera. Þá veit ég er að gera eitthvað rétt. Ég var kominn með nokkur tilboð á borðið og í einhverjum viðræðum en eftir að ég fundaði með FH þá fannst mér það langmest spennandi."

Ekki bara fótboltafélag
Bragi hefur trú á eigin getu og vonast til að sýna góða hluti í Bestu deildinni. Hann segir það auðvitað erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið sitt en hann mun áfram fylgjast vel með því sem gerist í Breiðholtinu.

„Maður hefur verið þarna síðan maður var krakki, bara sex ára. Stuðningshópurinn er mjög sterkur. Þetta er ekki bara fótboltafélag, þetta er klúbbur þar sem allir eru mjög nánir. Þetta var erfitt en mér fannst þetta tíminn til að taka skrefið. Ég mun sennilega spila aftur fyrir ÍR," sagði Bragi.

Það má gera ráð fyrir því að FH muni eiga nokkra stuðningsmenn úr Breiðholtinu næsta sumar.

„Ég ætla að vona það. Sölvi Haralds mun örugglega halda með FH, maður var búinn að heyra það," sagði Bragi léttur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner