Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 12:22
Elvar Geir Magnússon
Spennandi að fylgjast með Jóhanni Árna í sumar - „Búinn að stíga mikið upp"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær vann Stjarnan 3-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins. Jóhann Árni Gunnarsson átti hörkuleik inn á miðsvæðinu í liði Stjörnunnar.

Jóhann Árni gekk í raðir Stjörnunar frá Fjölni fyrir tímabilið og virðist smella vel inn í lið Stjörnunnar.

Sæbjörn Steinke fjallaði um leikinn hér á Fótbolta.net og valdi Jóhann mann leiksins. „Það verður ofboðslega spennandi að fylgjast með Jóhanni í sumar. Löðrandi gæði og virkar í hörkustandi," skrifaði Sæbjörn um frammistöðu Jóhanns.

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í Jóhann í viðtali eftir leik.

„Hann kemur inn með gríðarlega mikil gæði og er að leggja mikið á sig. Hann er búinn að stíga mikið upp, búinn að vera flottur með Fjölni síðustu ár og þetta var góð frammistaða hjá honum eins og hjá öllu liðinu."

„Hann passar vel inn í hópinn hjá okkur,"
sagði Gústi.

Jóhann er tvítugur miðjumaður sem er uppalinn hjá Fjölni.
Ánægður með pressuna - „Lítum vel út í janúar en það er langt í mót"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner