Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   lau 28. janúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Darmian framlengir - Calhanoglu og Bastoni næstir
Darmian á 7 mörk í 89 leikjum á tveimur og hálfu ári hjá Inter. Hann lék áður fyrir AC Milan, Manchester United og Torino meðal annars.
Darmian á 7 mörk í 89 leikjum á tveimur og hálfu ári hjá Inter. Hann lék áður fyrir AC Milan, Manchester United og Torino meðal annars.
Mynd: EPA

Inter er búið að semja við bakvörðinn sinn Matteo Darmian sem skrifar undir eins árs framlengingu á núgildandi samningi sínum við félagið.


Í samningnum er ákvæði sem gefur Inter rétt á að framlengja hann um eitt ár til viðbótar, eða til 2025. Hinn 33 ára gamli Darmian leysir þokkalegt hlutverk í varnarlínu Inter þar sem hann getur leikið í báðum bakvarðarstöðunum og sem miðvörður í 3-5-2 leikkerfi Simone Inzaghi.

Inter er þá að vinna að samningum við tvo lykilmenn liðsins, tyrkneska miðjumanninn Hakan Calhanoglu og miðvörðinn öfluga Alessandro Bastoni.

Calhanoglu og Bastoni eru samningsbundnir Inter til 2024 sem stendur. Calhanoglu verður 29 ára í febrúar á meðan Bastoni á 24 ára afmæli í apríl.

Inter hefur verið að spila undir væntingum á tímabilinu og er í þéttum pakka sem vermir 3-5. sæti ítölsku deildarinnar með 37 stig eftir 19 umferðir - þrettán stigum eftir toppliði Napoli.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner