Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 28. febrúar 2023 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ighalo skoraði fernu og hjálpaði liðinu sínu að komast í úrslitaeinvígið
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Nígeríski sóknarmaðurinn Odion Ighalo skoraði fernu þegar Al-Hilal vann 7-0 sigur á Al-Duhail frá Katar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Asíu í gær.

Ighalo, sem lék eitt sinn fyrir Manchester United, skoraði fyrsta markið eftir um 90 sekúndna leik.

Al-Hilal mun mæta Urawa Red Diamonds í úrslitaleiknum, en um tveggja leikja einvígi er að ræða. Um er að ræða virtustu keppni Asíu.

Ighalo, sem er 33 ára gamall, lék með Man Utd á láni frá 2020 til 2021. Hann skoraði þar fimm mörk í 23 leikjum. Hann lék þar áður með Watford, Granada og Udinese.

Al-Hilal er að leita að sínum fimmta Meistaradeildartitli en þeir eru ríkjandi meistarar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner