Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arndís Snjólaug í HK (Staðfest)
Mynd: HK

Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við HK. Hún kemur til liðsins frá Keflavík.


Arndís er 29 ára varnarmaður og er uppalin í Keflavík þar sem hún lék 202 leiki fyrir félagið, þar af 30 í efstu deild.

Hún lék einn leik með Keflavík síðasta sumar og fjóra leiki sumarið 2022 áður en hún fór í barneignarleyfi. Hún mun nú taka slaginn með HK í Lengjudeildinni næsta sumar.

„Við höfum verið að leita að reynslumiklum leikmanni sem getur miðlað sinni þekkingu á leiknum til okkar unga leikmannahóps og þannig styrkt liðið innan sem utan vallar. Arndís hefur heldur betur gert það frá sinni komu í félagið og við erum mjög ánægð með að hún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur," sagði Guðni Þór Einarsson þjálfari HK.

HK hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og er stefnan væntanlega sett á það að komast upp í Bestu deildina í sumar.

Velkomin @arndiss


Athugasemdir
banner
banner