Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 19:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Juventus samþykkja að skerða laun um þriðjung
Mynd: Getty Images
Í tilkynningu frá Juventus í kvöld kemur fram að ítalska félagið hafi náð samkomulagi við leikmenn aðalliðs félagsins ásamt stjóranum um að laun yrðu skerð að því er nemur þriðjungi árslauna.

Upphæðin sem þeir munu ekki fá greidda nemur launum fyrir mars, apríl, maí og júní. Á næstu vikum verður svo samið við þá persónulega hvernig greiðslum verðum háttað.

Í tilkynningu Juventus kemur fram að félagið spari sér með þessu 90 milljónir evra. Cristiano Ronaldo er launahæsti leikmaður liðsins en talið er að hann sjái á eftir 3,8 milljónum evra í launum vegna þessa.

Fyrr í dag var greint frá því að Giorgio Chiellini, fyrirliði liðsins, hafi rætt við reynslumikla leikmenn liðsins og þeir samþykkt þessa aðgerð.

Sjá einnig:
Chiellini sannfærði Ronaldo og félaga um að taka á sig launalækkun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner