Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. mars 2021 10:00
Aksentije Milisic
Ronaldo eftir leikinn í gær: Mitt mesta stolt að vera fyrirliði Portúgals
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals, var brjálaður undir lok leiks í gær en Serbía og Portúgal skildu þá jöfn 2-2 í A-riðli í undankeppni HM.

Portúgal missti tveggja marka forystu niður í jafntefli í síðari hálfleiknum en á lokasekúndu leiksins hélt Ronaldo að hann hefði tryggt Portúgal sigurinn.

Aðstoðardómarinn var hins vegar ekki sammála Ronaldo sem gjörsamlega brjálaðist. Hann hljóp í andlitið á dómaranum kvartandi og sveiflandi höndum.

Það endaði með því að hann fékk gult spjald og í lok leiks henti hann fyrirliðabandinu af sér og strunsaði inn til búningsherbergja. Hann var fljótur að tjá sig á Instagram eftir leikinn í gær.

„Að vera fyrirliðið Portúgalska landsliðsins er mitt mesta stolt og heiður. Ég gef og mun alltaf gef allt sem ég á fyrir landið mitt, það breytist aldrei. Stundum koma erfið augnablik, sérstaklega þegar okkur finnst að það hafi verið brotið á heillri þjóð. Hausinn upp og klárir í næstu áskorun. Koma svo Portúgal!" skrifaði Ronaldo á Instagram eftir leikinn.

Sjá einnig:
Voru Portúgalir rændir sigrinum? - Ronaldo trylltist
Undankeppni HM: Serbía kom til baka gegn Portúgal
Athugasemdir
banner
banner
banner