
Markvörðurinn Samantha Leshnak Murphy er í liði 1. umferðar í sænsku úrvalsdeildinni hjá Viaplay.
Hún lék með Keflavík á síðasta tímabili en gekk í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Piteå í vetur.
Samantha átti frábært tímabil og sló í gegn með Keflavík í fyrra, var þrívegis valin í lið umferðarinnar í Bestu deildinni og varði mark úrvalsliðs fyrri hluta tímabilsins.
Í lok tímabilsins var hún svo á bekknum í liði ársins. Hún hjálpaði Keflavík að enda í áttunda sæti Bestu deildarinnar eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mót. Keflavík endaði fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Tölfræði Samönthu var stórkostleg og kom hún í veg fyrir fjölda marka.
Piteå byrjaði sænsku úrvalsdeildina á því að gera 1-1 jafntefli á útivelli gegn ríkjandi meisturum Rosengård. Þar átti Samantha skínandi leik.
Piteå endaði í 7. sæti sænsku deildarinnar í fyrra og var Hlín Eiríksdóttir þá markahæst í liðinu. Hlín er nú gengin í raðir Kristianstad.
Veckans XI är tillbaka!
— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) March 28, 2023
Tre spelare från IFK Norrköping letar sig in i elvan efter första matchen någonsin i damallsvenskan ???????? pic.twitter.com/Gj7uFFcuE2
Athugasemdir