Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. mars 2023 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sló í gegn með Keflavík og byrjar nú vel í sterkari deild
Samantha Leshnak Murphy.
Samantha Leshnak Murphy.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Samantha Leshnak Murphy er í liði 1. umferðar í sænsku úrvalsdeildinni hjá Viaplay.

Hún lék með Keflavík á síðasta tímabili en gekk í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Piteå í vetur.

Samantha átti frábært tímabil og sló í gegn með Keflavík í fyrra, var þrívegis valin í lið umferðarinnar í Bestu deildinni og varði mark úrvalsliðs fyrri hluta tímabilsins.

Í lok tímabilsins var hún svo á bekknum í liði ársins. Hún hjálpaði Keflavík að enda í áttunda sæti Bestu deildarinnar eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mót. Keflavík endaði fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Tölfræði Samönthu var stórkostleg og kom hún í veg fyrir fjölda marka.

Piteå byrjaði sænsku úrvalsdeildina á því að gera 1-1 jafntefli á útivelli gegn ríkjandi meisturum Rosengård. Þar átti Samantha skínandi leik.

Piteå endaði í 7. sæti sænsku deildarinnar í fyrra og var Hlín Eiríksdóttir þá markahæst í liðinu. Hlín er nú gengin í raðir Kristianstad.


Athugasemdir
banner
banner