Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
banner
   fös 28. mars 2025 22:54
Sverrir Örn Einarsson
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var að vonum sáttur með frammistöðu síns liðs er það lagði lið KR að velli í úrslitum Bosemótsins í Víkinni í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 5-1 Víkingum í vil og var Sölvi léttur í skrefi er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net í leikslok.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 KR

„Liðið var mjög flott í dag. Þetta var erfiður leikur og KRingar, það er erfitt að verjast þessum fótbolta sem þeir spila. Þeir taka miklar áhættur með því að koma með markvörðinn svona út svo þetta var mjög krefjandi leikur. Að sama skapi vissum við að þeir myndu skilja eftir opnanir ef þeir myndu missa boltann miðsvæðis og við nýttum það mjög vel í dag.“

„Þetta var skemmtilegur leikur. Það var mikil ákefð og hart barist og bara akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót.“

Undirbúningstímabil Víkinga hefur verið nokkuð frábrugðið því sem önnur lið í deildinni hafa staðið í. Liðið lék í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildarinnar fyrir rétt um mánuði síðan þegar önnur lið voru á fullu í Lengjubikarnum. Telur Sölvi að þessir risaleikir gegn Panathinaikos séu jafnvel að koma liðinu til góða?

„Já ég myndi alveg segja það. Þetta er nýtt fyrir okkur að fá stóran leik inn í mitt undirbúningstímabil en það klárlega hjálpaði okkur. Við þurftum bara strax að gefa í og koma okkur í almennilegt stand fyrir þessa leiki. Við höfum svo viðhaldið því núna. En við höfum svo sem tæklað undirbúningstímabilin þannig síðustu ár að vera bara fljótlega klárir í bátana.“

lsírski sóknartengiliðurinn Samy Mahour var á reynslu hjá Víkingum á dögnum og í kvöld kom var kom norðmaðurinn Rafik Zekhnini við sögu. Sá er með áhugaverðan feril og hefur meðal annars verið á mála hjá Fiorentina ogTwente en var síðast á mála hjá Sarpsborg í heimalandinu. Um þá og leikmannamál Víkinga sagði Sölvi.

„Við erum bara með opin augun fyrir liðsstyrk. Ég er svo sem virkilega sáttur með hópinn og það er ekki nauðsynlegt að fá styrkingu. En þetta eru spennandi leikmenn og spennandi prófílar sem okkur bauðst að fá á reynslu. Því miður eyðilagði Sveinn Gísli það fyrir honum (Rafik) í dag þar sem við þurftum að spila einum færri fljótlega eftir að hann kom inn á.“

Sagði Sölvi kíminn á svip en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner