Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 28. apríl 2022 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Raggi: Frábær reynsla fyrir okkar stráka að taka þátt í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara vel á leikinn, það er alltaf gaman að takast á við góð lið. Við erum spenntir fyrir leiknum. Við höfum fengið hörkulið í byrjun móts; Breiðablik og Val og núna Víking. Þetta byrjar ekki sem létt prógram en við höfum séð framfarir á liðinu okkar frá leik til leiks og vonandi náum við að halda því áfram," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, við Fótbolta.net í dag.

Liðið á leik gegn Íslandsmeisurum Víkings í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Víkingsvelli.

„Menn eru að koma til baka úr meiðslum. Við fáum Nacho Heras inn í hópinn okkar í dag og það er að styttast í Sindra Snæ. Svo erum við með úkraínskan miðjumann sem er að bíða eftir leikheimild."

Býstu við öðruvísi leik miðað við leikinn gegn Val. „Hvert lið hefur sitt sérkenni og ég býst við tiltölulega hröðum leik. Víkingar spila hratt, eru í góðu formi og spila hraðan bolta. Þeir unnu tvöfalt í fyrra og þetta er áskorun fyrir okkur. Að sama skapi er liðið okkar árinu eldra núna, reynslumeira og er að taka framförun. Þetta er frábær reynsla fyrir okkar stráka að taka þátt í og reyna sig á móti virkilega góðum liðum í byrjun móts. Markmiðið er alltaf að ná í úrslit, þó að frammistaðan hafi verið góð í síðasta leik þá viljum við ná í úrslit."

Getiði nýtt eitthvað úr leik ÍA og Víkings sem ÍA vann?

„ÍA gerði frábærlega á móti Víkingi og það voru einhverjar brotalamir hjá Víkingi að verjast föstum leikatriðum. Hvert lið er með einhverja veikleika sem vonandi er hægt að herja á. Vonandi náum við að stríða Víkingum í kvöld."

Býstu við því að taka fleiri leikmenn inn fyrir gluggalok?

„Það gæti alveg verið, við erum alltaf að skoða og glugginn lokar 11. maí. Við erum alveg opnir fyrir því og erum að kíkja á markaðinn eins og önnur lið. Við erum með góða breidd, betri breidd en í fyrra og sterkara lið finnst okkur en öll lið hafa á sama tíma bætt sig og deildin er sterkari en í fyrra. Við kíkjum og sjáum hvort að það komi einhver góður - vonandi," sagði Siggi Raggi.
Athugasemdir