Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dusseldorf missti af mikilvægum stigum - Samúel og Gummi Tóta í tapliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var ekki góður dagur fyrir Íslendingana í lokaumferð grísku deildarinnar.


Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður þegar Atromitos tapaði gegn Asteras Tripolis 1-0. Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn þegar OFI Crete tapaði 2-1 gegn Panetolikos.

Þá var Ögmundur Kristinsson ekki í leikmannahópi Kifisia sem tapaði 2-0 gegn Panaserraikos. Öll liðin kepptu í neðri hlutanum en Kifisia er fallið. Crete og Atromitos enduðu í 10. og 11. sæti en aðeins eitt stig skildi liðin að.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sem varamaður þegar Dusseldorf og Holstein Kiel skildu jöfn 1-1. Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Holstein Kiel. Dusseldorf var með yfirhöndina í leiknum en tókst ekki að skora sigurmarkið.

Holstein Kiel er á toppnum með 65 stig þegar einni umferð er enn ólokið. Dusseldorf er í 3. sæti fimm stigum á eftir en St. Pauli er í 2. sæti með 63 stig og á leik til góða. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í efstu deild en 3. sæti fer í umspil við liðið í þriðja neðsta sæti í Bundesligunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner