Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 19:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Mainz fór illa með Dortmund
Leandro Barreiro Martins kom Mainz yfir
Leandro Barreiro Martins kom Mainz yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mainz 3 - 0 Borussia D.
1-0 Leandro Martins ('12 )
2-0 Lee Jae Sung ('19 )
3-0 Lee Jae Sung ('23 )


Mainz vann gríðarlega mikilvægan sigur án Dortmund í kvöld.

Liðið gerði út um leikinn á rúmlega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem Leandro Barreiro, landsliðsmaður Lúxemborg, kom liðinu yfir og lagði upp eitt af tveimur mörkum Lee Jae Sung.

Mainz mun ekki falla beint niður í næst efstu deild en er með tveggja stiga forystu á Union Berlin í baráttunni um umspilssæti þegar ein umferð er eftir.

Dortmund mun hins vegar ljúka leik í 5. sæti sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en liðið er einnig komið í úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner