Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   lau 11. maí 2024 20:15
Haraldur Örn Haraldsson
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haukur Páll Sigurðsson aðstoðarþjálfari Vals hafði stjórnartaumana í dag þegar liðið hans sigraði KA 3-1 á heimavelli. Arnar Grétarsson aðalþjálfari liðsins er í leikbanni og því tók Haukur sigur í sínum fyrsta leik sem aðal maðurinn á hliðarlínunni.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

„Það er ánægja að sækja 3 stig hérna á móti erfiðu KA liði. Þannig að við þurftum að mæta klárir hér, þannig ég er bara hrikalega ánægður."

Haukur er í sínu fyrsta ári í þjálfun eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Hann segir að það hafi bara verið fínt að prufa það að vera aðalþjálfari á hliðarlínunni.

„Ég var náttúrulega með góða menn með mér í Viktori, Kjarra og teyminu okkar, Jóa og Einari. Við undirbúum leikinn alltaf það vel þannig í rauninni var þetta bara mjög fínt sko."

Valur tengir núna 2 sigra í röð þar sem þeir sigruðu Breiðablik 3-2 í síðustu umferð og eins og hefur komið fram KA 3-1 í kvöld.

„Það gerir mikið fyrir liðið að skora mörk og sjálfstraustið hjá þeim. Eins og með Patrick sem skorar tvö, þannig það gerir klárlega gott og það eykur möguleikana að sækja 3 stig ef þú skorar 3 mörk í hverjum leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner