Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 11. maí 2024 20:26
Haraldur Örn Haraldsson
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði KA 3-1 á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

„Ég er bara virkilega sáttur með þessi 3 stig, við áttum líka góðan leik seinast á móti Blikum og við vorum ákveðnir í því að láta hann telja og við gerðum það með því að vinna þennan í dag líka."

Hólmar skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem þessi hafsent skorar mörk.

„Ég verð nú að skoða þetta eitthvað aftur, ég er ekki alveg viss af hverjum hann fór inn þannig að það kemur í ljós. En við fáum mikið af föstum leikatriðum og við erum að ná að skapa aðeins upp úr þeim þó við getum gert meira af því. Þannig það er bara jákvætt."

Valur byrjaði mótið ekkert sérstaklega vel miðað við væntingarnar sem voru á þeim. Þeit hafa þó komið til baka og eru núna með 11 stig 1 stigi á eftir FH og Víking sem eru með 12 stig en eiga þó eftir að spila í þessari umferð.

„Við viljum alltaf meira og við vorum virkilega svekktir með fyrstu leikina og við vitum að við getum betur. Við vitum líka að viðg getum betur en það sem viðg gerðum í dag þannig við þurfum að skerpa okkur og vera betri."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner