Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 11. maí 2024 20:26
Haraldur Örn Haraldsson
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði KA 3-1 á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

„Ég er bara virkilega sáttur með þessi 3 stig, við áttum líka góðan leik seinast á móti Blikum og við vorum ákveðnir í því að láta hann telja og við gerðum það með því að vinna þennan í dag líka."

Hólmar skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem þessi hafsent skorar mörk.

„Ég verð nú að skoða þetta eitthvað aftur, ég er ekki alveg viss af hverjum hann fór inn þannig að það kemur í ljós. En við fáum mikið af föstum leikatriðum og við erum að ná að skapa aðeins upp úr þeim þó við getum gert meira af því. Þannig það er bara jákvætt."

Valur byrjaði mótið ekkert sérstaklega vel miðað við væntingarnar sem voru á þeim. Þeit hafa þó komið til baka og eru núna með 11 stig 1 stigi á eftir FH og Víking sem eru með 12 stig en eiga þó eftir að spila í þessari umferð.

„Við viljum alltaf meira og við vorum virkilega svekktir með fyrstu leikina og við vitum að við getum betur. Við vitum líka að viðg getum betur en það sem viðg gerðum í dag þannig við þurfum að skerpa okkur og vera betri."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner