Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 11. maí 2024 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Draumaendurkoma hjá Reece James
Mynd: Getty Images
Mudryk kom Chelsea á blað í dag
Mudryk kom Chelsea á blað í dag
Mynd: EPA

Nott. Forest 2 - 3 Chelsea
0-1 Mykhailo Mudryk ('8 )
1-1 Willy Boly ('16 )
2-1 Callum Hudson-Odoi ('75 )
2-2 Raheem Sterling ('80 )
2-3 Nicolas Jackson ('82 )


Það var magnaður leikur á City Ground í Nottingham í dag þar sem Chelsea var í heimsókn. Nottingham Forest þurfti stig til að gulltryggja áframhaldandi veru sína í deildinni á næstu leiktíð.

Mykhailo Mudryk kom Chelsea yfir snemma leiks en Willy Boly var ekki lengi að jafna metin.

Það var síðan fyrrum Chelsea maðurinn, Callum Hudson-Odoi, sem kom Forest yfir þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Raheem Sterling jafnaði metin.

Aðeins tveimur mínútum síðar tryggði Nicolas Jackson sigur Chelsea þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Reece James sem var ný kominn inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í fimm mánuði.

Chelsea jafnaði Newcastle að stigum í baráttunni um sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð með þessum sigri en bæði lið eiga eftir að spila tvo leiki.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner