Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 18:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany: Burnley verður aftur í úrvalsdeildinni
Mynd: EPA

Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni niður í Championship deildina í dag þegar liðið tapaði gegn Tottenham.


Liðið stóð uppi sem sigurvegari í Championship deildinni á síðustu leiktíð.

„Við munum reyna að brúa bilið milli Championship deildarinnar og úrvalsdeildarinnar. Í mínum huga verður Burnley aftur í úrvalsdeildinni. Hvenær það verður munum við aldrei vita, maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut því Championship deildin er erfið," sagði Kompany.

„Það er of snemmt að svara því ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi. Ég er alltaf að hugsa hvað við getum gert betur núna og áður. Ef maður hugsar þetta þannig að þetta bætir mánn sem félag og lið er mikið sem við höfum afrekað."

Fallbaráttan gæti ráðist endanlega í kvöld en ef Nottingham Forest nær í stig gegn Chelsea fylgir Luton Burnley og Sheffield aftur niður í Championship deildina. Chelsea er með 3-2 forystu þegar lítið er eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner