Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 11. maí 2024 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Freysi og lærisveinar í umspil þökk sé Eupen

Keppni í belgísku deildinni lauk í dag en lærisveinar Freys Alexandersonar í Kortrijk hafa þó ekki lokið leik.


Kortrijk mun spila í umspili um áframhaldandi veru í efstu deild þar sem Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason og félagar í Eupen unnu 2-0 sigur gegn RWDM.

RWDM þurfti að minnsta kosti stig til að fella Kortrijk en þetta hefur verið frábær árangur hjá Frey síðan hann tók við liðinu sem var á botni deildarinnar með tíu stig en liðið endar með 31 stig.

Eupen er hins vegar fallið en hvorki Guðlaugur Victor né Alfreð voru í leikmannahópi liðsins í dag.


Athugasemdir
banner
banner