Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 11. maí 2024 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Al-Hilal meistari í nítjánda sinn - Mitrovic óstöðvandi
Mynd: EPA

Al-Hilal tryggði sér deildartitilinn í Sádí-Arabíu í dag þegar liðið lagði Al-Hazem.


Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri og Sergej Milenkovic-Savic skoraði eitt og lagði upp seinna mark Mitrovic. Ruben Neves og Kalidou Koulibaly voru einnig í byrjunarliðinu.

Neymar er leikmaður Al-Hilal en hann hefur lítið spilað vegna meiðsla.

Mitrovic hefur skorað 26 mörk í 25 leikjum en Cristiano Ronaldo er markahæstur með 33 mörk.

Liðið er með 12 stiga forystu á Al-Nassr þegar þrír leikir eru eftir en  Ronaldo, Sadio Mane, Aymeric Laporte, David Ospina og Marcelo Brozovic eru meðal leikmanna Al-Nassr.

Þetta er 19. titill í sögu Al-Hilal og liðið er sigursælasta félag landsins.


Athugasemdir
banner
banner