
„Gríðarlega svekktur fyrst og fremst, vinnuframlagið og frammistaðan hjá strákunum fannst mér verðskulda meira í dag.
Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 2-1 tap gegn Þór á Akureyri í kvöld.
Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 2-1 tap gegn Þór á Akureyri í kvöld.
„Það lá svolítið á okkur í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi en í seinni hálfleiknum fannst mér við eiga leikinn. Við skorum eitt og áttum að skora fleiri. Svo erum við rændir marki á 85. mínútu þegar útileikmaður þeirra er eins og Guðmundur Hrafnkelsson, tekur bara x-ið, ver boltann, þetta er nátturulega bara víti og rautt alls staðar í heiminum en einhverra hluta vegna var það ekki hérna á Þórsvelli"
Hvað hefði Afturelding átt að gera betur í þessum leik?
„Við hefðum klárlega geta gert betur í mörgum stöðum. Það vantaði aðeins í spilið hjá okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við stýra þessu í síðari hálfleik. Þórsararnir komnir með allt liðið sitt í vörn og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við gerðum það einu sinni, nálægt því að gera það oftar. Við gefumst aldrei upp, ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum. Öflugur karakter í seinni hálfleik, að vera 2-0 undir hérna eftir klukkutíma. við verðskulduðum stig fannst mér.
Athugasemdir