Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. maí 2022 11:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Abramovich sendir frá sér yfirlýsingu - „Verið heiður að vera hluti af félaginu"
Mynd: Getty Images

Nýir eigendur eru að taka við stjórnartaumunum á Chelsea en tilboð Todd Boehly hefur verið samþykkt.


Eftir innrás Rússlands í Úkraínu var Abramovich beittur refsiaðgerðum vegna tengsla hans við Vladimír Pútín og breska ríkisstjórnin sá um sölu á Chelsea.

Abramovich hefur nú sent frá sér yfirlíysingu þar sem hann þakkar fyrir tímann sinn hjá félaginu.

„Það eru næstum þrír mánuðir síðan ég tilkynnti áform mín um að selja Chelsea FC. Síðan þá hefur félagið unnið hörðum höndum að finna réttan forsjáraðila yfir Chelsea FC, sem yrði besti kosturinn til að koma félaginu áfram í næsta kafla," segir í yfirlýsingunni.

„Ég er ánægður með að leitinni sé lokið.  Á sama tíma og ég afhendi Chelsea nýjum eigendum vil ég óska þeim alls hins besta innan sem utan vallar. Það hefur verið heiður að fá að vera hluti af félaginu. Ég vil þakka öllum núverandi og fyrrum leikmönnum félagsins, starfsfólki og auðvitað stuðningsmönnum fyrir frábær ár."


Athugasemdir
banner
banner
banner