Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   sun 28. maí 2023 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Giroud kom Milan í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud sá um að skjóta Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld með því að gera sigurmarkið í 1-0 sigri á Juventus á Allianz-leikvanginum í Seríu A.

Giroud gerði eina markið á 40. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Davide Calabria. Tólfta deildarmark hans á tímabilinu og mikilvægt var það.

Sigurmarkið þýðir það að Milan verður í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð ásamt Napoli, Inter og Lazio.

Lazio vann einmitt Cremonese, 3-2, í Róm. Elseid Hysaj og Serge Milinkovic-Savic komu heimamönnum í 2-0 en Pablo Galdames minnkaði muninn áður en Manuel Lazzari kom boltanum í eigið net.

Undir lok leiks gerði Milinkovic-Savic sigurmark Lazio og tryggði sigur. Öflugt hjá Lazio sem er í öðru sæti með 71 stig fyrir lokaumferðina.

Úrslit og markaskorarar:

Juventus 0 - 1 Milan
0-1 Olivier Giroud ('40 )

Lazio 3 - 2 Cremonese
1-0 Elseid Hysaj ('4 )
2-0 Sergej Milinkovic-Savic ('37 )
2-1 Pablo Galdames ('54 )
2-2 Manuel Lazzari ('58 , sjálfsmark)
3-2 Sergej Milinkovic-Savic ('89 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner