Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   sun 28. maí 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía í dag - Evrópubarátta í Tórínó
Mynd: EPA
Fimm leikir fara fram í næst síðustu umferð ítölsku deildarinnar í dag en hæst ber að nefna leik Juventus og Milan á Allianz-leikvanginum í Tórínó.

Hellas Verona berst fyrir lífi sínu í deildinni en liðið fær Empoli í heimsókn klukkan 10:30. Verona er í fallsæti en getur komist upp úr því með sigri í dag.

Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce mæta Monza og þá spilar meistaralið Napoli við Bologna.

Lazio og Cremonese eigast við klukkan 16:00 áður en Juventus tekur á móti Milan. Juventus þarf sigur til að eiga möguleika á Meistaradeildarsæti en ef Milan vinnur er liðið með annan fótinn í keppnina.

Leikir dagsins:
10:30 Verona - Empoli
13:00 Monza - Lecce
13:00 Bologna - Napoli
16:00 Lazio - Cremonese
18:45 Juventus - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 6 5 0 1 15 3 +12 15
2 Milan 6 5 0 1 13 8 +5 15
3 Juventus 6 4 1 1 12 6 +6 13
4 Atalanta 6 4 0 2 11 5 +6 12
5 Napoli 6 3 2 1 12 6 +6 11
6 Lecce 6 3 2 1 8 5 +3 11
7 Fiorentina 6 3 2 1 12 10 +2 11
8 Frosinone 6 2 3 1 9 8 +1 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 11 12 -1 9
10 Torino 6 2 2 2 6 7 -1 8
11 Genoa 6 2 1 3 8 9 -1 7
12 Lazio 6 2 1 3 7 8 -1 7
13 Bologna 6 1 4 1 3 4 -1 7
14 Verona 6 2 1 3 4 6 -2 7
15 Monza 6 1 3 2 4 7 -3 6
16 Roma 6 1 2 3 13 11 +2 5
17 Salernitana 6 0 3 3 4 10 -6 3
18 Udinese 6 0 3 3 2 10 -8 3
19 Empoli 6 1 0 5 1 13 -12 3
20 Cagliari 6 0 2 4 2 9 -7 2
Athugasemdir
banner
banner