Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Manni langar alltaf að vera í landsliðinu"
Icelandair
Barbára fagnar sigurmarkinu sínu gegn Val í stórleiknum í Bestu deild kvenna.
Barbára fagnar sigurmarkinu sínu gegn Val í stórleiknum í Bestu deild kvenna.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir hefur verið að spila frábærlega með Breiðabliki á undanförnum vikum.

Barbára, sem er 23 ára gömul, valdi að ganga í raðir Breiðabliks í vetur eftir að Selfoss féll úr Bestu deildinni. Hún hafði spilað allan sinn feril hér á Íslandi með Selfossi áður en hún gekk til liðs við Blika

Síðasta tímabil með Selfossi var mjög erfitt þar sem liðið féll úr Bestu deildinni, en Barbára átti ekki gott tímabil persónulega. Hún hefur hins vegar fundið sig afar vel í Blikaliðinu í sumar.

Hún var besti leikmaður vallarins þegar Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í stærsta leik sumarsins til þessa síðasta föstudagskvöld en eftir leikinn var hún spurð út í landsliðið. Hún var ekki valin í hópinn sem mætir Austurríki núna í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins en var eflaust ekki mjög langt frá honum.

„Manni langar alltaf að vera í landsliðinu, en ég held bara áfram að sýna mig og vonandi fæ ég kallið síðar," sagði Barbára eftir leikinn. „Ég held bara áfram að gera mitt og vonandi skilar það sér."

Íslenski hópurinn er að koma saman í Austurríki en útileikurinn fer fram á föstudaginn.
Skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Blika - „Þetta kryddar aðeins upp á leikinn“
Athugasemdir
banner
banner
banner