Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 15. maí 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Barbára í leik með Breiðabliki.
Barbára í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í raðir Blika í vetur.
Gekk í raðir Blika í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Selfossi í fyrra.
Í leik með Selfossi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki.
Breiðablik fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki okkar besti leikur. Það var erfitt að brjóta þær," sagði Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 0-2 sigur gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Það er alltaf gott að fá þrjú stig. Við höldum allavega áfram að vinna og klárum leikina."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm leiki, liðið hefur skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt.

„Þetta er geggjað. Við erum að skora fullt af mörkum og erum að vinna leiki sem þetta snýst um. Það er langskemmtilegast að vinna leiki. Í þokkabót erum við að halda hreinu og þetta er bara geggjað. Við erum vel æfðar saman. Þetta var svolítið erfitt á undirbúningstímabilinu - leikmenn í nýjum stöðum og nýir leikmenn - en svo höfum við náð að slípa okkur saman. Við tölum vel saman og erum þéttar til baka. Svo er miðjan að hjálpa okkur vel."

Valdi að fara í Breiðablik í vetur
Barbára, sem er 23 ára gömul, valdi að ganga í raðir Breiðabliks í vetur eftir að Selfoss féll úr Bestu deildinni. Hún hafði spilað allan sinn feril hér á Íslandi með Selfossi áður en hún gekk til liðs við Blika í vetur. Hún hefur spilað afar vel í hægri bakverðinum hjá Blikum og er að finna sig vel. Hún þarf að hlaupa mikið í kerfinu hjá Breiðabliki og kann vel við það.

„Ég elska að hlaupa og mér finnst þetta geggjað. Ég er mjög sóknarsinnaður bakvörður og mér finnst geggjað að fá frelsið til að hlaupa upp og niður. Ég var kantmaður þegar ég var yngri og þetta er týpískt mín staða," sagði Barbára.

„Það er mikil tilbreyting að vera í svona stóru félagi og vera að vinna alla leiki. Liðsheildin er geggjuð og þjálfararnir eru geggjaðir. Byrjunin er frábær og þetta er mjög skemmtilegt."

Er skrítið að vera að spila í öðru liði á Íslandi?

„Það er aðeins skrítið, en það er gaman að breyta aðeins til og víkka aðeins sjóndeildarhringinn. Við féllum í fyrra með Selfossi. Það er alltaf erfitt að skilja við uppeldisfélagið en mig langaði að spila í efstu deild og mig langar í meira. Mig langar að verða betri. Það var geggjað að koma í Breiðablik. Mig langar að eiga gott tímabil hér heima og sýna hvað í mér býr. Mér fannst ég ekki alveg geta sýnt það í fyrra. Ég átti lélegt tímabil í fyrra, en vonandi get ég haldið svona áfram."

Hún segir að önnur félög á Íslandi hafi haft samband en hún valdi að fara í Kópavoginn. „Það voru nokkur félög og það var erfitt að velja úr, en mér leist ótrúlega vel á Nik og Eddu. Þau leyfðu mér að koma inn í hægri bakvörðinn og þessi staða hentar mér fullkomlega. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun."

Erfitt að falla með Selfossi
Síðasta tímabil með Selfossi var mjög erfitt þar sem liðið féll úr Bestu deildinni.

„Þetta var mjög erfitt og reyndi mjög á andlegu hliðina. Þetta er uppeldisfélagið mitt og það er erfitt þegar það gengur illa. Þá er erfitt að standa sig vel sjálf. Það er alltaf ömurlegt að falla og fara frá liðinu sínu svona, en ég stefni hærra. Vonandi gengur þeim vel í 1. deildinni og ég fylgist með þeim," sagði Barbára.

„Það voru margir litlir hlutir sem voru ekki að tikka. Það fór í taugarnar á öllum og það byggðist bara upp. Það var ekki eitthvað eitt."

Stefnir í spennandi baráttu
Það er líklega spennandi barátta framundan í sumar þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Það er stutt í það að þessi tvö lið mætast.

„Ég er mjög spennt. Ég hef fulla trú á okkur og ég hef fulla trú á því að við getum unnið öll lið í þessari deild. Ef við höldum þessu áfram, þá sjáum við bara hvað gerist. Þetta verður hörkuleikur (þegar Breiðablik og Valur mætast) en við eigum einn leik á milli og við verðum að klára það. Svo getum við farið að hugsa um hinn leikinn," sagði Barbára að lokum en Breiðablik og Valur mætast 24. maí á Kópavogsvelli.
Athugasemdir