Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 28. júní 2020 20:01
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Risastórt atvik
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Afturelding og ÍBV mættust í dag á Fagverksvellinum í dag og endaði leikurinn með 1-2 sigri Eyjamanna.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 ÍBV

Magnús Már var sáttur með sína menn þrátt fyrir tapið en liðið átti meira skilið í dag.

„Blendnar tilfinningar, ég er hrikalega ánægður með strákana og frammistöðuna í dag, mér fannst við spila frábæran fótbolta en mér fannst uppskeran ekki vera eftir því."

„Við áttum meira skilið úr þessum leik fannst mér, fengum fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri en 1.mark og það er drullu svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu miða við spilamennskuna, mér fannst við eiga meira skilið miða við hvað við löggðum í þetta."

Umdeilt atvik var strax á 4.mínútu leiksins er Andri Freyr átti að fá víti eftir að Halldór Páll krækir í hann þegar hann leikur á hann og var Maggi spurður út í atvikið.

„Það er risastórt atvik ég meina þetta er eftir 4.mnútur í stöðunni 0-0 og hann er sloppinn einn í gegn og tekur hann úr jafnvægi þegar hann er að fara að skjóta og það er bara vítaspyrna að mínu mati og ekkert annað."

Afturelding fer í Safamýrina í næstu umferð og mætir Fram og var Magnús spurður hvort liðið ætli sér ekki 3 stig í þeim leik.

„Já klárt mál, við mætum klárir í þann leik, ef við spilum eins og í dag þá getum við klárlega gert það."


Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner