Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   sun 28. júní 2020 20:01
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Risastórt atvik
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Afturelding og ÍBV mættust í dag á Fagverksvellinum í dag og endaði leikurinn með 1-2 sigri Eyjamanna.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 ÍBV

Magnús Már var sáttur með sína menn þrátt fyrir tapið en liðið átti meira skilið í dag.

„Blendnar tilfinningar, ég er hrikalega ánægður með strákana og frammistöðuna í dag, mér fannst við spila frábæran fótbolta en mér fannst uppskeran ekki vera eftir því."

„Við áttum meira skilið úr þessum leik fannst mér, fengum fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri en 1.mark og það er drullu svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu miða við spilamennskuna, mér fannst við eiga meira skilið miða við hvað við löggðum í þetta."

Umdeilt atvik var strax á 4.mínútu leiksins er Andri Freyr átti að fá víti eftir að Halldór Páll krækir í hann þegar hann leikur á hann og var Maggi spurður út í atvikið.

„Það er risastórt atvik ég meina þetta er eftir 4.mnútur í stöðunni 0-0 og hann er sloppinn einn í gegn og tekur hann úr jafnvægi þegar hann er að fara að skjóta og það er bara vítaspyrna að mínu mati og ekkert annað."

Afturelding fer í Safamýrina í næstu umferð og mætir Fram og var Magnús spurður hvort liðið ætli sér ekki 3 stig í þeim leik.

„Já klárt mál, við mætum klárir í þann leik, ef við spilum eins og í dag þá getum við klárlega gert það."


Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner