Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   þri 28. júní 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Endurnýjun á Villa Park
Aston Villa hefur opinberað áætlanir um að stækka Villa Park, heimavöll félagsins, upp í rúmlega 50 þúsund manna völl.

Völlurinn tekur núna 42.682 áhorfendur en hann var tekinn í notkun 1897.

Áætlað er að leikvangurinn og svæðið í kringum hann verði endurnýjað og vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári.

Það á að byggja nýja norðurstúku og endurbæta Trinity Road stúkuna.


Athugasemdir
banner
banner