 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Það eru allir leikmenn Íslands klárir í slaginn fyrir Evrópumótið sem framundan er í næsta mánuði. Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn liðsins að æfa og í góðu standi.
                
                
                                    Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði frá þessu í samtali við Fótbolta.net í kvöld.
Stærsta spurningamerkið var með það hvort Guðný Árnadóttir yrði klár í slaginn en endurhæfing hennar eftir hnémeiðsli hefur gengið einstaklega vel sem eru frábær tíðindi fyrir íslenska liðið.
„Hún var með á fullu í æfingu og lítur mjög vel út. Hún er bara klár,” sagði Steini.
Ekki er útilokað að Guðný muni spila nokkrar mínútur gegn Póllandi í vináttulandsleik á morgun.
Viðtöl við Steina, Guðnýju og Öglu Maríu Albertsdóttur birtast á síðunni að vörmu spori.
Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                