
Færeyingurinn Kaj Leo Í Bartalstovu er búinn að fá félagaskipti í Njarðvík úr Leikni.
Kaj Leó, sem er 32 ára gamall, gekk í raðir Leiknis fyrir tímabilið. Hann er búinn að spila tíu leiki með liðinu í Lengjudeildinni á tímabilinu en þótti ekki standast væntingar.
Núna er hann búinn að fá félagaskipti yfir í Njarðvík þar sem hann mun klára tímabilið.
Kaj er í sumar að spila í fyrsta sinn í Lengjudeildinni eftir að hafa leikið með FH, ÍBV, Val og ÍA í efstu deild.
Kaj býr yfir sjö ára reynslu í efstu deild og hann ætti að geta hjálpað Njarðvík í þeirri fallbaráttu sem liðið er í. Njarðvík er sem stendur fimm stigum frá öruggu sæti en liðið skipti nýverið um þjálfara þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við.
Kaj á 28 landsleiki að baki fyrir Færeyjar og var um stutta hríð leikmaður Dinamo Bucharest í Rúmeníu. Kaj varð Íslandsmeistari með FH 2016, bikarmeistari með ÍBV 2017 og aftur Íslandsmeistari með Val 2020.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir