Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fös 28. júlí 2023 18:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðar Ari á leið í FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Viðar Ari Jónsson er á leið í FH - sem er laust úr félagaskiptabanni - samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Viðar Ari er 29 ára gamall kantmaður og hefur spilað sjö A landsleiki fyrir Íslands hönd.

Leit Viðars Ara að nýju félagi virðist því vera að ljúka en hann yfirgaf ungverska félagið Honved fyrir stuttu.

Viðar lék á láni hjá FH frá Brann sumarið 2018 en hann fór til Brann eftir að hafa leikið með Fjölni í efstu deild árið 2016.

Það komu fregnir af því í síðustu viku um að hann væri á æfingum með Fram en Agnar Þór Hilmarsson formaður knattspyrnudeildar Fram sagði í samtali við Fótbolta.net að hann væri að halda sér í formi þar sem áhugi væri á honum að

Ákvæði er í samningnum um að hann geti farið erlendis ef hann fær heillandi tilboð.

Grétar Snær Gunnarsson er búinn að semja við FH frá KR og getur því skipt yfir þar sem félagsakiptabanninu var aflétt.

FH er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Liðið mætir Keflavík á útivelli á mánudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner