Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 28. ágúst 2022 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar með níu stiga forystu á toppnum
Gísli Eyjólfsson var frábær í dag
Gísli Eyjólfsson var frábær í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Jónasson varði vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni í fyrsta leik sínum í efstu deild síðan 2009
Atli Jónasson varði vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni í fyrsta leik sínum í efstu deild síðan 2009
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 Leiknir R.
1-0 Mikkel Qvist ('32 )
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('45 , misnotað víti)
2-0 Sölvi Snær Guðbjargarson ('50 )
3-0 Gísli Eyjólfsson ('72 )
4-0 Dagur Dan Þórhallsson ('87 )
Lestu um leikinn

Breiðablik vann þægilegan 4-0 sigur á Leikni í lokaleik dagsins í Bestu deild karla og er því nú með níu stiga forystu eftir nítján umferðir.

Víkingur vann KA, 3-2, fyrr í dag og voru það góð úrslit fyrir Blika sem gátu náð góðri forystu á KA sem er í öðru sætinu.

Blikar klikkuðu ekki á því. Liðið fékk gott færi strax á 7. mínútu er Davíð Ingvarsson átti fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og á Gísla Eyjólfsson en skot hans hafnaði í þverslá.

Leiknismenn fékk einnig færi til að komast yfir en á 19. mínútu komst Zean Dalügge einn á móti Antoni Ara Einarssyni í marki Blika en setti boltann rétt framhjá.

Gestirnir misstu mikilvægan mann úr vörninni stuttu síðar er Óttar Bjarni Guðmundsson neyddist til að fara af velli og nokkrum mínútum seinna kom Mikkel Qvist Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu Höskulds Gunnlaugssonar.

Blkar gátu farið með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn er brotið var á Ísaki Snæ Þorvaldssyni í teignum. Höskuldur fór á punktinn en Atli Jónasson, sem var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild í þrettán ár, varði spyrnuna.

Þetta hafði engin áhrif á Blika sem héldu áfram að pressa í þeim síðari. Sölvi Snær Guðbjargarson tvöfaldaði forystuna með föstu skoti rétt fyrir utan teig áður en Gísli Eyjólfsson gulltryggði sigurinn um tuttugu mínútum fyrir leikslok eftir hælsendingu frá Ísaki.

Undir lok leiks bætti Dagur Dan Þórhallsson við fjórða og síðasta marki leiksins. Gísli keyrði upp með boltann og hótaði skoti áður en hann lagði hann fyrir Dag sem skoraði af öryggi.

Lokatölur 4-0 fyrir Blikum sem eru nú með 45 stig á toppnum, níu stigum á undan KA sem er í öðru sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni áður en henni verður skipt í tvo riðla. Það er fátt sem mun koma í veg fyrir að Blikar taki titilinn í ár. Leiknir er í neðsta sætinu með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner