Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 28. ágúst 2023 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er ekki það sem skiptir máli fyrir Gylfa"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby í Danmörku, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni spila með liðinu í haust ef hann gengur frá samningi við þá kóngabláu.

Gylfi, sem er 33 ára miðjumaður, hefur ekkert spilað síðan hann var sakaður um kynferðisbrot og var undir rannsókn hjá lögreglunni í Bretlandi. Hann mætti á æfingar hjá Val fyrr í sumar en núna eru góðar líkur á því að hann muni semja við Íslendingalið Lyngby.

Þrír íslenskir leikmenn spila fyrir aðallið Lyngby; Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og svo Andri Lucas Guðjohnsen sem kom til félagsins nýlega.

Kjeldsen segir að staðan sé góð og að Gylfi muni þá spila í haust ef hann semur. Það sé ekki mikið vit í því að semja við hann ef hann þarf marga mánuði til að koma sér í stand.

Kjeldsen segir jafnframt að Gylfi sé ekki að hugsa um launin hjá Lyngby. Þau verða augljóslega miklu lægri en þau laun sem hann var með hjá Everton.

„Við höfum alls ekki talað mikið um laun, ekki neitt í raun. Það er ekki það sem skiptir máli fyrir Gylfa. Hann er að vonast til að koma ferlinum aftur á réttan veg, hann vill sýna fólki að hann sé enn mjög góður í fótbolta," segir Kjeldsen.

Sjá einnig:
Freysi: Bjóst við enn meiri athygli út af Gylfa
Athugasemdir
banner
banner