Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Woltemade ósáttur með Gabriel: Líkar ekki svona hegðun
Tvö mörk í þremur úrvalsdeildarleikjum.
Tvö mörk í þremur úrvalsdeildarleikjum.
Mynd: Newcastle
Mynd: EPA
Þýski framherjinn Nick Woltemade var í byrjunarliði Newcastle og skoraði fyrsta mark leiksins í tapi gegn Arsenal í dag.

Woltemade skoraði eftir að hafa unnið skallabolta við Gabriel sem féll mjög auðveldlega til jarðar og heimtaði aukaspyrnu, sem hann fékk ekki. Í staðinn fékk Woltemade frían skalla og skoraði af stuttu færi.

Gabriel var eitthvað ósáttur eftir þetta mark og lét Woltemade finna fyrir því með að fara með hnefa í hausinn á honum. Woltemade var fljótur að svara fyrir sig og reif í stuttbuxurnar á Gabriel, reifst aðeins við hann og fór svo rakleitt til dómarans að láta hann vita. Jarred Gillett dómari skammaði báða leikmenn en gaf engin spjöld.

Gabriel virtist biðjast afsökunar og rétti fram höndina, en Woltemade neitaði að taka í hana til að sættast.

„Mér leið eins og hann hafi sett olnbogann sinn í andlitið á mér skömmu eftir markið. Hann hlýtur að hafa verið með höndina furðulega hátt á lofti og þess vegna fór ég beint til dómarans. Mér finnst allt í lagi að berjast um boltann, en það er ekki rétt að finna fyrir einhverju svona í andlitinu. Ég er bara ekki sú tegund af leikmanni sem hendir sér í jörðina útaf svona," sagði Woltemade að leikslokum. „Stundum er kannski betra að henda sér í jörðina því þá er tekið meira mark á manni.

„Hann baðst afsökunar eftirá, svo ég held að hann viti hvað hann gerði. Ég gerði samt ekkert til að leysa úr ágreiningnum. Mér líkar ekki svona hegðun, þegar þú gerir eitthvað af þér í leiknum og biðst svo fyrirgefningar nokkrum sekúndum síðar. Það er ekki partur af leiknum."


Woltemade var svekktur eftir tapið þar sem Arsenal jafnaði eftir hornspyrnu á lokakaflanum og gerði svo sigurmark eftir aðra hornspyrnu í uppbótartíma.

„Við áttum erfitt með að komast af eigin vallarhelmingi í seinni hálfleik, við vorum bara að verjast. Við náðum aldrei að draga andann eða að skapa neitt. Við vörðumst í 52 mínútur í seinni hálfleik og fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnur. Tilfinningin er ekki góð."

Newcastle vs Arsenal - Gabriel and Woltemade off the ball
byu/TherewiIlbegoals insoccer

Athugasemdir