
Það eru tveir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í kvöld þar sem fjögur af bestu liðum Bestu deildar kvennar takast á.
Breiðablik er með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Þrótti R.
Liðin eigast við í Laugardalnum og er Þróttur í harðri baráttu við FH um annað sæti deildarinnar.
Víkingur R. og Valur eigast einnig við í kvöld en þau eru að spila upp á stoltið.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
18:00 Þróttur R.-Breiðablik (AVIS völlurinn)
18:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 19 | 16 | 1 | 2 | 78 - 17 | +61 | 49 |
2. FH | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 22 | +23 | 39 |
3. Þróttur R. | 19 | 12 | 3 | 4 | 37 - 24 | +13 | 39 |
4. Valur | 19 | 8 | 4 | 7 | 31 - 28 | +3 | 28 |
5. Stjarnan | 19 | 9 | 1 | 9 | 33 - 37 | -4 | 28 |
6. Víkingur R. | 19 | 8 | 1 | 10 | 42 - 42 | 0 | 25 |
Athugasemdir