Suður-Afríku hefur verið dæmt 0-3 tap gegn Lesótó í undankeppni HM þar sem liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni. Teboho Mokoena spilaði í 2-0 sigri Suður-Afríku í mars en hafði fengið tvö gul spjöld og átti að vera í banni.
Þessi mistök geta heldur betur orðið afdrifarík en Suður-Afríka dettur úr toppsæti C-riðils undankeppni HM í Afríku. Benín kemst í toppsætið á markatölu.
Það eru aðeins sigurvegarar riðilsins sem fá öruggt sæti á HM 2026.
Þessi mistök geta heldur betur orðið afdrifarík en Suður-Afríka dettur úr toppsæti C-riðils undankeppni HM í Afríku. Benín kemst í toppsætið á markatölu.
Það eru aðeins sigurvegarar riðilsins sem fá öruggt sæti á HM 2026.
Þessi refsing FIFA gefur þá Nígeríu og Rúanda von um að komast á HM þar sem bæði lið eru nú þremur stigum á eftir Benín og Suður-Afríku.
Benín ferðast til Rúanda og Nígeríu í síðustu tveiur umferðum undankeppninnar 10. - 14. október en Suður-Afríka leikur útileik gegn Simbabve og fær svo Rúanda í heimsókn.
Athugasemdir