Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   þri 30. september 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vinna að nýjum samningi fyrir Harry Kane
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Max Eberl yfirmaður fótboltamála hjá FC Bayern ræddi um Harry Kane í gær fyrir leikinn gegn Pafos FC í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Kane er 32 ára gamall og hefur verið að raða inn mörkum frá komu sinni til Bayern. Hann er að ná betri tölum heldur en Robert Lewandowski gerði á sínum tíma og hefur verið orðaður við endurkomu aftur í enska boltann.

Tottenham er sagt vera mjög áhugasamt um að fá gamla fyrirliðann sinn til baka, en það eru fleiri félög sem vilja semja við Kane. Bayern er þar á meðal.

Kane er með tvö ár eftir af samningi sínum við Þýskalandsmeistarana og er sagður vera falur fyrir svo lítið sem 54 milljónir punda í janúarglugganum.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og varð um helgina sneggsti leikmaður sögunnar til að skora 100 mörk í topp 5 deild í Evrópu. Það tók hann 104 leiki til að skora 100 mörk í Bundesliga, en til samanburðar er Erling Haaland kominn með 93 mörk í 103 leikjum með Manchester City.

„Harry er framúrskarandi leikmaður og sannur leiðtogi. Hann vildi ólmur koma hingað og segist njóta sín hjá félaginu. Hann vill vinna alla mögulega titla með okkur og við viljum halda honum hjá félaginu í langan tíma," sagði Eberl í gær.

„Við þurfum að setjast niður og ræða málin varðandi framtíðina en við höfum nægan tíma. Það verður gert í rólegheitunum."

Eberl ræddi einnig um miðvörðinn Dayot Upamecano og sagði að félagið væri að reyna að sannfæra hann um að vera áfram í München þrátt fyrir mikinn áhuga frá ýmsum stórveldum.

   29.09.2025 21:40
Bayern reynir að sannfæra Upamecano

Athugasemdir