Köln 1 - 2 Stuttgart
1-0 Jakub Kaminski ('4 )
1-1 Ermedin Demirovic ('28 , víti)
1-2 Josha Vagnoman ('81 )
1-0 Jakub Kaminski ('4 )
1-1 Ermedin Demirovic ('28 , víti)
1-2 Josha Vagnoman ('81 )
Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliðinu er FC Köln tók á móti Stuttgart í efstu deild þýska boltans í dag.
Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og tóku forystuna strax á fjórðu mínútu með marki frá Jakub Kaminski, en gestirnir jöfnuðu úr vítaspyrnu og var staðan 1-1 í leikhlé. Ermedin Demirovic skoraði af punktinum.
Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum bæði í fyrri og seinni hálfleik og var Ísaki skipt af velli á 74. mínútu, í stöðunni 1-1.
Hann gat því ekki mögulega komið í veg fyrir sigurmarkið sem Josha Vagnoman skoraði á 81. mínútu. Lokatölur 1-2 fyrir Stuttgart.
Stuttgart fer uppfyrir Köln með þessum sigri og er með 9 stig eftir 5 umferðir. Köln situr eftir með 7 stig eftir annan tapleikinn í röð.
Athugasemdir