Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
banner
   þri 30. september 2025 10:20
Elvar Geir Magnússon
Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo
Powerade
Antoine Semenyo.
Antoine Semenyo.
Mynd: EPA
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Sóknarleikmaður Bournemouth er eftirsóttur, ensku landsliðsmennirnir Bukayo Saka og Kieran Trippier fá ný samningstilboð og fleira í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta sem er í umræðunni.

Antoine Semenyo (25) framherji Bournemouth er enn eftirsóttur þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning í sumar. Tottenham, Manchester United, Manchester City og Aston Villa hafa öll áhuga á að fá hann. (TBR)

Arsenal er í viðræðum við Bukayo Saka (24) um nýjan samning sem myndi gera hann einn af launahæstu leikmönnum félagsins. (Express)

Newcastle vill bjóða enska varnamanninum Kieran Trippier (35) nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Chronicle)

Barcelona mun bíða með að taka ákvörðun um hvort félagið kaupi Marcus Rashford (27) sem er hjá félaginu á láni. (Football Insider)

Áhugi Liverpool á varnarmanninum Dayot Upamecano (26) gæti orðið að engu þar sem Bayern München er að vinna í að gera nýjan samning við franska miðvörðinn. (Football Insider)

Tottenham, Chelsea og Brighton hafa áhuga á brasilíska sóknarmanninum Rayan (19) sem spilar fyrir Vasco da Gama. (Sport Witness)

Tottenham hefur einnig áhuga á tyrkneska miðjumanninum Arda Guler (20) hjá Real Madrid. Hann hefur átt erfitt með að brjóta sér lið í byrjunalið Real og er einnig á blaði hjá Newcastle og Arsenal. (Fichajes)

Preston, Derby og Hull í Championship-deildinni hafa áhuga á að fá enska vængmanninn Tom Watson (19) lánaðan frá Brighton í janúar. (Lancashire Post)
Athugasemdir
banner
banner