Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   þri 30. september 2025 12:35
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 24. umferðar - Valdimar í sjötta sinn og Eyjamenn í ham
Hermann Þór Ragnarsson lék sér að Vestramönnum.
Hermann Þór Ragnarsson lék sér að Vestramönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar skoraði sigurmark Víkings.
Valdimar skoraði sigurmark Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar skoraði tvö fyrir Aftureldingu gegn KA.
Hrannar skoraði tvö fyrir Aftureldingu gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
24. umferð Bestu deildarinnar, annarri umferð eftir tvískiptingu, lauk í gær þegar Víkingur vann dramatískan sigur Í Garðabæ. Víkingar eru komnir með níu fingur á Íslandsmeistarabikarinn. Hér er lið umferðarinnar.

Efri hluti
Víkingur getur innsiglað titilinn í næstu umferð en liðið vann 3-2 útisigur í stórleik gegn Stjörnunni þar sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði dramatískt sigurmark í uppbótartíma og var valinn maður leiksins. Hann skilaði stoðsendingu og marki.

Fred Saraiva skoraði sín fyrstu mörk á tímabilinu en hann gerði bæði mörk Fram í 2-0 sigri gegn Stjörnunni. Fram á tvo aðra fulltrúa í liði umferðarinnar en það eru Viktor Freyr Sigurðsson og Kennie Chopart.

Breiðablik er hætt að vinna fótboltaleiki en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn FH í Krikanum. Tómas Orri Róbertsson skoraði mark FH og var öflugur í leiknum.



Neðri hluti
KR er komið í neðsta sæti í Bestu deildinni eftir 3-2 tap gegn ÍA. Skagamenn unnu sinn fjórða leik í röð en Viktor Jónsson var með mark og stoðsendingu og var valinn maður leiksins. Þá er Jón Gísli Eyland Gíslason einnig í liði umferðarinnar.

Afturelding vann nauðsynlegan og langþráðan 3-2 sigur gegn KA. Hrannar Snær Magnússon skoraði tvö mörk og var maður leiksins en þá er Aron Jónsson í liði umferðarinnar.

Vandræði Vestra halda áfram og liðið tapaði 0-5 gegn ÍBV í leik sem reyndist síðasti leikur Davíðs Smára Lamude með Djúpmenn. Þorlákur Árnason er þjálfari umferðarinnar. Hermann Þór Ragnarsson skoraði þrennu fyrir Eyjamenn og átti stórleik. Sigurður Arnar Magnússon er einnig í liði umferðarinnar.

Fyrri lið umferðarinnar:
   16.09.2025 09:50
Sterkasta lið 22. umferðar - Skagamenn eru á lífi
   02.09.2025 11:20
Sterkasta lið 21. umferðar - Endurkoma fullkomnuð með flautumarki
   27.08.2025 12:10
Sterkasta lið 20. umferðar - Sýndu klærnar eftir hlé
   12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
   07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 17 6 4 58 - 31 +27 57
2.    Valur 27 13 6 8 61 - 46 +15 45
3.    Stjarnan 27 12 6 9 50 - 45 +5 42
4.    Breiðablik 27 11 9 7 46 - 42 +4 42
5.    Fram 27 10 6 11 41 - 40 +1 36
6.    FH 27 8 9 10 49 - 46 +3 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner