Valur og Stjarnan töpuðu bæði leikjum sínum í nýliðinni umferð Bestu-deildarinnar. Breiðablik gerði jafntefli við FH og færist nær Evrópusætinu. Þar sem Vestri vann bikarmeistaratitilinn eru einungis efstu þrjú sætin sem tryggja sæti í forkeppni í Evrópukeppnum.
Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, vakti athygli á þessu í nýjasta þætti Innkastsins.
„Það áhugaverða við þessi úrslit er það að Blikar eru fimm stigum fyrir aftan Val og Stjörnunna. Ég var búinn að afskrifa Blikana í Evrópubaráttunni, mér fannst þeir búnir að vera það slakir það lengi. En síðustu tveir leikir hafa verið allt í lagi hjá þeim,“ segir Valur og heldur áfram.
„Næsti leikur er Valur-Stjarnan, þannig að þau eru ekki bæði að fá þrjú lið úr þeim leik. Ef að Blikar vinna Fram á heimavelli eru þeir aftur komnir í bullandi baráttu um Evrópusætið.“
„Ef við viljum vera með einhverja spennu á toppnum þá verður maður hálfpartinn að vona að Blikar vinni Framara,“ segir Valur að lokum.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
3. Stjarnan | 25 | 12 | 5 | 8 | 47 - 41 | +6 | 41 |
4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
6. Fram | 25 | 9 | 5 | 11 | 36 - 36 | 0 | 32 |