Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   þri 30. september 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Deco: Við vorum ekki að eltast við Nico Williams
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Deco er yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona og var spurður út í leit Spánarmeistaranna að nýjum kantmanni í sumar.

Börsungar voru sterklega orðaðir við Nico Williams hjá Athletic Bilbao en hann varð að lokum um kyrrt. Barca krækti sér þó í Marcus Rashford og Roony Bardghji í staðinn, Rashford kom á lánssamning og Bardghji kostaði ekki nema um tvær milljónir evra.

Deco segir að félagið hafi reynt að kaupa Luis Díaz úr röðum Liverpool, en hann endaði að lokum hjá Bayern. Þá þvertekur hann fyrir að Barca hafi reynt að sannfæra Williams um að færa sig um set.

„Við reyndum líka að kaupa Luis Díaz í sumar en það reyndist alltof erfitt. Við leituðum að lausnum, en stundum þá ganga hlutirnir ekki upp," sagði Deco við Mundo Deportivo.

„Við eltumst aldrei við Nico Williams, það var umboðsmaðurinn hans sem setti sig stöðugt í samband við okkur. Við vorum ekki að eltast við hann, hann er ekki einu sinni nákvæmlega sá prófíll sem við vorum að leitast eftir."

Þetta segir Deco sem svar við neikvæðri umfjöllun síðustu vikna. Inaki Williams, eldri bróðir Nico og samherji hans í Athletic, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Barcelona fyrir tilraunir félagsins til að kaupa leikmanninn.
Athugasemdir